Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,81% það sem af er degi og er 5.420,35 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Actavis er eina félagið sem hækkað hefur og nemur sú hækkun 0,32%.

FL Group hefur lækkað um 2,76%, Landsbankinn hefur lækkað um 1,44%, Össur lækkar um 0,89%, Atorka Group lækkar um 0,86% og Kaupþing banki lækkar um 0,81%.

Gengi krónu hefur styrkst um 1,33% það sem af er degi og er gengisvísitala krónu 123,43 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka. Bandaríkjadalur er skráður 70,67 og evra er skráð 89,78