Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,30% og er nú 6.077,30, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar.

Velta Kauphallarinnar á hádegi var 917 milljónir.

Alfesca hækkaði um 0,84%, Atorka um 0,79%, Mosaic Fashions um 0,56%, Össur um 0,42% og Actavis um 0,31%.

FL Group lækkaði um 4,88%, Tryggingarmiðstöðin um 3,61%, Dagsbrún um 0,81%, Bakkavör um 0,55% og Landsbankinn um 0,39%.

FL Group hækkaði um 11,4% á föstudaginn, en viðskipti með bréf FL Group á föstudag námu alls um 2,6 milljörðum króna og var kaupandinn að stærstum hluta Eignarhaldsfélagið Oddaflug.

Krónan veiktist um 0,46% og er gengisvísitalan nú 125,27, samkvæmt upplýsingum Kaupþings banka.