Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,72% það sem af er degi og er 5.728,55 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Síðustu fimm viðskiptadaga hefur Úrvalvísitalan hækkað um 4,69%.

Vinnslustöðin hefur hækkað um 1,19%, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,68%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 0,58% en fjárfestingarbankinn birti í dag fyrsta ársfjórðungsuppgjör sitt og skilaði fjórðungurinn bankanum methagnaði, Marel hefur hækkað um 0,41% og Actavis hefur hækkað um 0,33% en greiningardeild Glitnis hefur gefið út nýtt verð mat á félagið.

Metur greiningardeildin félagið á 226,67 milljarða króna sem jafngildir genginu 68,1 krónu á hlut en gengi félagsins er 61,3 krónur á hlut við hádegi.

FL Group hefur lækkað um 4,90%, Dagsbrún hefur lækkað um 4,84%, Glitnir hefur lækkað um 2,87%, Landsbankinn hefur lækkað um 2,16% og Össur hefur lækkað um 1,79%.

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,44% það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.