Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,73% við hádegi og er 5.741,92 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Sérfræðingar segja breytingar matsfyrirtækisins Standard & Poor's á lánshæfishorfum ríkissjóðs í neikvæðar úr stöðugum hafi ýtt undir lækkunina.

Nýherji er eina fyrirtækið sem hækkað hefur það sem af er degi og nemur hækkunin 1,43%.

Atlantic-Petroleum hefur lækkað um 6,05%, Kaupþingi banki hefur lækkað um 2,75%, Landsbankinn hefur lækkað um 2,67%, Bakkavör Group hefur lækkað um 1,62% og Mosaic Fashions hefur lækkað um 1,21%.

Gengi krónu hefur veikst um 2,25% við hádegi og er gengisvísitala hennar 129,3 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.