Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,42% og er 6.510 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 2.268 milljónum króna.

Atlantic Petroleum hefur hækkað um 12,58% í 15 viðskiptum sem nema samtals fimm milljónum króna, Landsbankinn hefur hækkað um 1,82%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,73%, Glitnir hefur hækkað um 1,4% og Mosaic Fashions hefur hækkað um 1,18%.

Kaupþing banki hefur lækkað um 0,9%, Icelandic Group hefur lækkað um 0,62%, Alfesca hefur lækkað um 0,61% og Atorka Group hefur lækkað um 0,15%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,89% og er 116,9 stig