Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,15% og er 6.283 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Stærstu einstöku viðskiptin nema 727 milljónum króna, með bréf Kaupþings banka á genginu 826.

Landsbankinn hefur hækkað um 0,76%, Avion Group og Actavis Group hefa hækkað um 0,62%, Össur hefur hækkað um 0,44% og Alfesca hefur hækkað um 0,4%.

FL Group hefur lækkað um 0,44%.

Gengi krónu heldur áfram að veikjast og nemur veiking hennar um 0,93% við hádegi. Í gær nam lækkunin 1,2% og daginn þar áður 1,9%.