Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,41% og er 6.362 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 17.221 milljónum króna.

Fjárfestingarfélagið Grettir jók eignarhlut sinn í Avion Group í 34,37% úr 11,53%, samkvæmt flöggun til Kauphallarinnar og nemur fjárfestingin 14,6 milljörðum króna. Um er að ræða 409.581.326 hluti á genginu 35,61, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Glitnir birti uppgjör sitt fyrir þriðja fjórðung í morgun og hafa bréf í bankanum hækkað um 1,3%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,22%, Bakkavör Group hefur hækkað um 1%, Avion Group hefur hækkað um 0,84% og Össur hefur hækkað um 0,84%.

Flaga Group hefur lækkað um 5,76% í sjö viðskiptum sem nema samtals 4,8 milljónum króna, Atorka Group hefur lækkað um 1,27% í sjö viðskiptum sem nema samtals um tólf milljónum króna og Actavis Group hefur lækkað um 0,46%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,51% og er 119,3 stig við hádegi.