Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,47% og er 7.620 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Markaðurinn hækkaði af krafti í morgun en klukkan 10:45 hafði Úrvalsvísitalan hækkað um 1,4%, að því er fram kemur í Morgunkorni Glitnis. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,4% í gær.

Veltan í dag nemur 6,8 milljörðum króna.

Atlantic Petroleum hefur um 2,74%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,63%, Bakkavör Group hefur lækkað um 0,81%, Kaupþing hefur lækkað um 0,58% og Exista hefur hækkað um 0,58%.

Eik banki hefur lækkað um 2,27%, TM hefur lækkað um 0,86%, Eimskip hefur lækkað um 0,51%, Föroya banki hefur lækkað um 0,46% og Icelandair Group hefur lækkað um 0,39%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,27% og er 121,5 stig.