Hlutabréf í Kauphöllinni hafa hækkað nú á hádegi og úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,18% í dag og stendur í 6.256,571 stigum. Markaðurinn fór af stað á fleygiferð við opnun markaða í dag en nú á hádegi hefur hægst á að nýju. Dregið hefur úr hækkunum á bréfum bankanna síðan í morgun.

Mest hafa hlutabréf Hampiðjunnar hækkað eða um 4,88%, Kaupþing banki hefur hækkað um 1,97%, STraumur- Burðarás um 1,69%, Landsbankinn um 1,84% FL Group um 1,62 og Marel um 1,54%.

á hádegi hefur Alfesca lækkað mest það eða um 1,21% en einnig hafa Glitnir og Össur lækkað líttillega.