Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hefur nú hækkað um 4,5% frá því opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 10 í morgun og stendur nú þegar þetta er skrifað, kl. 12:05 í 4.029 stigum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,4% í gær en hefur nú rokið upp frá opnun í morgun og er kominn á ný yfir 4.000 stig, en á miðvikudag í síðustu viku fór hún undir 4.000 stig í fyrsta skipti í næstum 3 ½ ár.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga. Þar sést hvernig Exista [ EXISTA ] leiðir lækkanir dagsins en Century Aluminum [ CENX ] er eina félagið sem hefur lækkað það sem af er degi.

Velta með hlutabréf er um 6,5 milljarðar en þar af eru um 2,2 milljarðar með bréf í Glitni [ GLB ].

Þá er velta upp á rúma 1,7 milljarða með bréf í Landsbankanum [ LAIS ], um 930 milljónir með bréf í Kaupþing [ KAUP ], tæpar 570 milljónir með bréf í Straum [ STRB ] og um 440 milljónir með bréf í Exista [ EXISTA ] en minn velta er með bréf í öðrum félögum.

Krónan styrkist nú í fyrsta skipti í vikunni og hefur það sem af er degi styrkst  um 1,9%. Gengisvísitalan er nú 172,6 stig.