Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,69% og er 8.004 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Er þetta í línu við það sem er að eiga sér stað á erlendum mörkuðum í kjölfar hækkana í Asíu og í New York í Bandaríkjunum, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti um vaxtalækkun á skammtímalánum til fjármálastofnana.  Á föstudaginn hækkaði Úrvalsvísitalan um 2,94% eftir nokkrar lækkanir.

Exista hefur hækkað um 5,38%, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 4,09%, Eik banki hefur hækkað um 3,73%, Kaupþing banki hefur hækkað um 3,49% og Landsbankinn hefur hækkað um 2,84%.

Össur hefur lækkað um 0,48%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,89% og er 124 stig.