Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,45% og er 5.931 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Ef svo fer sem horfir, verður þetta ellefti dagurinn í röð sem úrvalsvísitalan hækkar.

Veltan nemur 5.382 milljónum króna. Stærstu einstöku viðskiptin voru með bréf Kaupþings banka og var markaðsvirði þeirra 312 milljónir króna.

Icelandic Group hefur hækkað um 3,27%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 2,53%, Glitnir hefur hækkað um 2,12%, Landsbankinn hefur hækkað um 2,09% og Össur hefur hækkað um 2,02%.

Avion Group hefur lækkað um 0,59%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,09% og er 124,1 stig við hádegi.