Töluverð hækkun hefur verið á verði hlutabréfa í Kauphöllinni það sem af er degi. Vísitala aðallista hefur hækkað um 1,35% og aðeins bréf Dagsbúnar hafa þokast niður eða um 0,7%. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,37%.

Hlutabréf Avion Group hafa hækkað mest eða umtæp 3,8% og Landsbankans um 2,4%. Þá hafa bréf Straums-Burðaráss hækkað um 1,9% og Actavis um 1,8%. Bréf í bakkavör hafa hækkað um 1,68.

Hlutabréfaviðskipti hafa ekki verið mikil eða um 834 milljónir króna í 68 viðskiptum.

Hlutabréfa bankanna hafa öll hækkað í verði en minnsta hækkunin er hjá KB banka eða 0,8%. Glitnir hefur hækkað um 1,2% í morgun. Alls hafa hlutabréfa í níu félögum hækkað.