Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,64% og er 6.128 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 5.049 milljónum króna.  Ekkert félag hefur hækkað það sem af er degi.

Kaupþing banki hefur lækkað um 5,3%, Exista hefur lækkað um 2,34%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 1,72%, Eimskip hefur lækkað um 1,27% og Landsbankinn hefur lækkað um 1,14%.

?Líklegt er að tilkynning um niðurstöðu útboðs Kaupþings til erlendra fjárfesta á genginu 750 hafi haft áhrif til lækkunarinnar auk kröftugrar lækkunar á gengi krónunnar í fyrstu viðskiptum dagsins sem nú er að mestu gengin til baka,? segir greiningardeild Glitnis.

Gengi krónu hefur veikst um 0,96% og er 127,5 stig við hádegi.