Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ]hefur lækkað um 0,1% og er 4.847 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 1,7 milljarði króna.

Danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 0,1% og norska vísitalan OBX hefur lækkað um 0,5%. Sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 0,1%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Atlantic Petroleum[ FO-ATLA ] hefur hækkað um 1,3%, Eik banki [ FO-EIK ] hefur hækkað um 1,2%, Kaupþing [ KAUP ]hefur hækkað um 0,3%, FL Group [ FL ]og Landsbanki [ LAIS ]hafa hækkað um 0,2%.

Icelandic Group [ ICEAIR ]hefur lækkað um 2,9%, Teymi [ TEYMI ] hefur lækkað um 1%, 365 [ 365 ]hefur lækkað um 0,7%, Straumur [ STRB ]og Glitnir [ GLB ] hafa lækkað um 0,6%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,7% og er 132,2 stig við hádegi.