Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1% og er 6.367 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Stærstu einstöku viðskiptin eru á iSEC markaðnum, fyrir um 1,2 milljarða króna með bréf HB Granda á genginu 12,5. Gengi félagsins hefur hækkað um 3,83% það sem af er degi.

Kaupþing banki hefur hækkað um 1,81%, Bakkavör Group hefur hækkað um 1,34%, Össur hefur hækkað um 1,32%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,12% og FL Group hefur hækkað um 0,88%.

Flaga Group hefur lækkað um 0,72%, Marel hefur lækkað um 0,63%, Dagsbrún hefur lækkað um 0,22% og Atlantic Petroleum hefur lækkað um 0,17%.

Krónan heldur áfram að veikjast, nemur veikingin 0,63%. Hefur hún því veikst um um það bil 4,5% á síðustu fjórum dögum.