Það sem af er degi hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 1,09% og er % nú 7.343 stig stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Töuverð velta er í Kauphöllinni í dag og nemur hún nú 6.537 milljónum króna.

Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,53%, Exista hefur hækkað um 1,45%,Kaupþing hefur hækkað um 1,15%, og Marel hefur hækkað um 0,62%.

Atlantic Petroleum hefur lækkað um 2,09%, Flaga hefur lækkað um 0,82% og Alfesca hefur lækkað um 0,64%.

Gengi krónu stendur nánast í stað og er gengisvísitalan nú í 121,8 stigum þrátt fyrir að Fitch Ratings hafi lækkað lánshæfismat ríkissjóðs skömmu fyrir lokun markaða í gær. Í gær hreyfði tilkynning Fitch krónuna niður um 1% en að mati viðbragða markaða í dag virðist lækkunin ekki ætla að hreyfa markaði meira enda var ákvörðunin í takt  við væntingar markaðsaðila. Eins og kunnugt er breytti Fitch horfum fyrir lánshæfismat ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar fyrir rúmlega ári síðan sem kom mörkuðum í opna skjöldu á þeim tíma og krónan tók dýfu um í kjölfarið. Þsu viðbrögð virðast ekki ætla að endurtaka sig.