Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hefur hækkað um 3,66% í morgun og stendur nú í 5.226 stigum

Exista [ EXISTA ] hefur hækkað mest fyrirtækja eða um 5,7%. Þá hefur Eik Banki [ FO-EIK ] hækkað um 5,4% og Atlantic Airways [ FO-ATLA ] um 5,3%.

Century Aluminum [ CENX ] hefur lækkað mest fyrirtækja eða um 1,4%.

Þá hefur Skipti lækkað um 0,8% og Föroya banki [ FO-BANK ] um 0,7%.

Mestu viðskipti eru með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] eða að andvirði 1,8 milljarðar en heildarvelta í Kauphöllinni er á hádegi, 5,4 milljarðar.

Krónan hefur styrkst um tæp 3% og er gengisvísitalan 150,5 stig.