Úrvalsvísitalan  hefur hækkað um 0,2% og er 4.128 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Krónan hefur styrkst um 3,1% og er 161,2 stig.

Veltan á hlutabréfamarkaði nemur ríflega hálfum milljarði króna.

Landsbankinn [ LAIS ] og Össur [ OSSR ] birtu uppgjör fyrir annan ársfjórðung fyrir opnun markaða. Félögin hafa bæði hækkað við hádegi, líkt og sjá má á meðfylgjandi töflu.

Norska vísistalan OBX hefur hækkað um 1,6%. Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 1,1% og sænska vísitalan OMXC hefur lækkað um 1%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.