Það sem af er degi hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 0,03% og stendur nú í 7.872 stigum samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nú á hádegi nemur 1,8 milljarði króna.

Færeysku félögin í Kauphöllinni leiða hækkanir dagsins. Eik banki hefur hækkað um 1,85%, Atlantic Petroleum um 1,56% og þá hefur  Foroya banki hækkað um 0,46%. Glitnir hefur hækkað um 0,72% og Landsbankinn um 0,38%.

Alls hafa 11  félög lækkað í viðskiptum dagsins. Mest þeirra Flaga um 2,07% og 365 um 0,8%

Krónan hefur veikst lítillega eða um 0,07% og stendur gengisvísitalan nú í 119,8 stigum.