Það sem af er degi hafa hlutabréf í OMX Kauphölinni á Íslandi hækkað um 0,05%. Úrvalsvísitalan stendur nú í 8.283 stigum samkvæmt  upplýsingum úr Markaðsvakt Mentis.

Mest hefur Alfesca hækkað í dag eða um 2,73%. Þá hefur Teymi hækkað um 0,6%, Marel um 0,47% og Kaupþing um 0,36%.

Færeysku félögin í kauphöllinni leiða hinsvegar lækkanir dagsins. Færeyjabanki hefur lækkað um 2,48% og Atlantic Petroleum um 1,4%. 365 hefur lækkað um 1,08%.

Krónan hefur veikst um 0,71% það sem af er degi og stendur gengisvísitalan nú í 114,9 stigum. Að mati sérfræðinga er þorskur í markaðinum en ný skýrsla Hagfræðistofnunar sem kynnt  var í gær eykur líkurnar á þ ví að stjórnvöld fari eftir ábendingum Hafró og skeri niður þorskkvóta næsta árs. Slíkt myndi hafa talsverð áhrif á atvinnumarkað, útflutning og hagvöxt næsta árs.