Úrvalsvísitalan hefur hækkaðu um 0,47% og er 6.517,28 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Veltan nemur um tólf milljörðum króna, sem rekja má til viðskipta í Straumi-Burðarási, en Grettir minnkaði eignarhlut sinn í bankanum í 9,98% úr 15,87%. Verðmæti viðskiptanna nam 10,6 milljöðrum króna. Flöggunin birtist í gær og var kaupandinn Sund efh.

FL Group hefur hækkað um 2,16%, Glitnir hefur hækkað um 1,83%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,15%, Landsbankinn hefur hækkað um 0,72% og Exista hefur hækkað um 0,44%.

Atlantic Petroleum hefur lækkað um 10,53% í tólf viðskiptum sem nema samtals 31 milljón króna, Alfesca og Össur hafa lækkað um 0,8%, Flaga Group hefur lækkað um 0,58% og Kaupþing banki hefur lækkað um 0,11%,

Gengi krónu hefur veikst um 0,72% og er 118,3 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.