Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,5% og er 4.428 stig við hádegi. Gengi krónu hefur veikst um 1,2% og er 164,3 stig. Veltan á hlutabréfamarkaði  nemur 2,9 milljörðum króna. Þar af nema stök viðskipti með Landsbankann 2,1 milljarði króna.

Veltan á skuldabréfamarkaði nemur 11 milljörðum króna.

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu eru rauðar það sem af er degi. Norræna hlutabréfavísitalan OMXN40 hefur ekki verið lægri í tvo ár; Ericsson hefur lækkað um 6,5% í dag og Nokia um 4,5%, að því er fram kemur í frétt Dow Jones.