Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,02% og er 8.056 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 3,4 milljörðum króna.

Actavis er eina félagið sem hækkað hefur og nemur hækkunin 0,61%.

Atlantic Petroleum hefur lækkað um 8,57% en félagið hefur hækkað um 132% frá áramótum, Mosaic Fashions hefur lækkað um 3,29%, FL Group hefur lækkað um 1,89%, Teymi hefur lækkað um 1,89% og Bakkavör Group hefur lækkað um 1,28%.

Gengi krónu hefur veikst um 2,01% og er 114,3 stig við hádegi. Sérfræðingar á markaði segja að ástæðuna megi rekja til nýrrar aflaráðgjafar Hafró.

?Ef farið verður að aflaráðgjöf Hafró fyrir næsta fiskveiðiár gæti útflutningsverðmæti sjávarafurða minnkað um allt að 25 milljarða króna,? segir greiningardeild Glitnis.

Um þessa hröðu veikingu benda sérfræðingar á að krónan komi yfirleitt sterkari til baka.