Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,7% það sem af er degi og er 4.503 við hádegi. Gengi krónu hefur veikst um 2,2% og er 162 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Yfir síðasta mánuðinn hefur gengi krónu veikst um 9,5%.

365  [ 365 ] rauk upp um 5% við tilkynningu um að félagið ætli af hlutabréfamarkaði. Á bak við það eru þrjú viðskipti fyrir 3,4 milljónir króna.

Danska hlutabréfavísitalan OMXC hefir lækkað um 0,3%,  norska vísitalan OBX hefur lækkað um 0,4% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 1%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.