Úrvalsvísitalan hefur lækkað 0,3% og er 4.493 stig við hádegi.

Gengi krónu hefur veikst  um 2,6% og er 167,4 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga í Kauphöllinni.

Veltan á hlutabréfamarkaði nemur 657 milljónum króna.

Helstu vísitölur í Evrópu eru rauðar það sem af er degi. Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 0,3%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 0,7% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 1,5%, samkvæmt upplýsingum Euroland.