Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,06% og er 8.586 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur ellefu milljörðum króna.

Landsbankinn hefur hækkað um 2,65%, Föreya banki hefur hækkað um 1,57%, FL Group hefur hækkað um 1,45%, Straumur hefur hækkað um 1,2% og Össur hefur hækkað um 0,93%.

365 hefur lækkað um 1,54% og Eik banki hefur lækkað um 0,42%.

Krónan hefur styrkst um 0,28% og er 116,3 stig.