Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,1% og er 4.107 stig við hádegi. Krónan hefur veikst um 1,1% og er 165,9 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Viðskiptabankarnir þrír leiða lækkun dagsins. Landsbankinn [ LAIS ]  hefur lækkað mest en félagið mun birta uppgjör fyrir annan fjórðung fyrir opnun markaðar á morgun.

Helstu vísitölur í Evrópu eru rauðar það sem af er degi. Litið til Norðurlandanna hefur norska vísitalan hækkað um 1,9%. En danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 0,4% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 0,4%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.