Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2% og er 4.289 stig við hádegi. Gengi krónu hefur styrkst um 0,6% og er  154,4 stig á sama tíma, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Í töflunni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir við hádegi.

Velta með hlutabréf er lítil, nemur 265 milljónum þegar þetta er ritað. Samkvæmt upplýsingum frá SEB er almennt lítil velta með hlutabréf á Norðurlöndunum,  að því er fram kemur í frétt Dow Jones.

Velta með skuldabréf níu milljörðum króna við hádegi.

Norska vísitalan hefur hækkað um 0,5% og sænska vísitalan OMXS hefur hækkað um 0,3%. Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 0,3%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.