Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,03% og er 5.323,44 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nemur 747 milljónum króna í 41 viðskiptum.

Marel hefur hækkað um 1,3% en félagið birti í dag uppgjör sitt sem var í takt við væntingar greiningaraðila, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 0,63% og Kaupþing banki hefur hækkað um 0,28%.

Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,41% og Actavis Group hefur lækkað um 0,32%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,12% og er 124,74 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.