Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,82% og er 5.658 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvaktinni. Veltan nemur um 5,6 milljörðum króna.

Stærstu einstöku viðskiptin eru kaup Bjarna Ármannsonar í Glitni fyrir 905 milljónir króna, en að auki eru tvö stór viðskipti með bréf Kaupþings banka. Önnur viðskiptin eru fyrir 755 milljónir króna á genginu 755 og svo fyrir um 501 milljón króna, á genginu 759. Einnig er voru stór viðskipti með bréf Bakkavör Group, fyrir um 515 milljónir króna á genginu 51,50.

"Innlend hlutabréf hafa hækkað stöðugt undanfarna 7 viðskiptadaga og er því spurning hvort markaðurinn hafi botnað og áhugi fjárfesta hafi glæðst á ný," segir greiningardeild Glitnis.

Kaupþing banki hefur hækkað um 2,96%, FL Group hefur hækkað um 2,38%, Glitnir hefur hækkað um 2,21%, Alfesca hefur hækkað um 1,9% og Landsbankinn um 1,76%.

Dagsbrún hefur lækkað um 0,21% en í gær lækkað félagið um 9,64%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,16% og er gengisvísitalan 122,3 stig við hádegi.