Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,17% og er 5.441,16 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni og nemur veltan um 102 milljónum króna.

Glitnir hefur hækkað um 0,60%, Actavis Group hefur hækkað um 0,48%, Össur hefur hækkað 0,44%, Kaupþing banki hefur hækkað um 0,27% og Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,17%.

Straumur-Burðarás hefur lækkað um 0,60%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,62% og er gengisvísitala 129,61 stig.