Á hádegi stóð úrvalsvísitalan í 8.753 stigum er og er það lækkun frá lokun markaða í gær.

Átta félög hafa hækkað í Kauphöllinni, og varð mesta hækkunin á gengi Teymis hf,
sem hækkaði um 1,25% og stóð í 5,66 krónur á hlut. Atorka hækkaði einnig um 1%,
Bakkavör Group hækkaði um 0,56% og Alfesca um 0,51%. Landsbankinn, FL Group, Straumur-Burðarás og
Icelandair Group hækkuðu lítillega.

Atlantic Petroleum hefur lækkað mest allra félaga, um 1,4% niður í 1.060 krónur á hlut.
Actavis lækkaði um 0,92% niður í 86,2 og Exista um 0,76%.

Einnig voru lækkanir á Eik Banka (0,55%), Eimskipafélaginu hf (0,25%) og Kaupþingi (0,16%).