Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,55% og er 6.429 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 2.140 milljónum króna.

Icelandair Group Holding var skráð í Kauphöllina í morgun. ?Verð í nýlega afstöðnu útboði var 27 krónur á hlut en fyrstu viðskipti í morgun voru á 27,8 krónur á hlut. Hæst hefur verðið farið í 28 krónur á hlut þegar þetta er ritað,? segir greiningardeild Glitnis. Við hádegi er gengi félagsins 27,5 krónur á hlut.

Velta með bréf félagsins nemur 913 milljónum króna í 92 viðskiptum. Næstmesta veltan er með bréf Kaupþings banka og nemur hún 400 milljónum króna, í 37 viðskiptum.

Flaga Group hefur hækkað um 1,15%, Össur hefur hækkað um 0,88% og Exista hefur hækkað um 0,46%.

Nýherji hefur lækkað um 5,06%, Marel hefur lækkað um 1,24%, Kaupþing banki hefur lækkað um 1,06%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,74% og Eimskip hafa lækkað um 0,64%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,62% og er 124,5 stig.