Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,40% og er 6.164 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nemur 1.852 milljónum króna.

Í dag var opnað fyrir viðskipti með bréf Exista í Kauphöllinni og nemur veltan 512 milljónum í 68 viðskiptum við hádegi. Flest viðskipti hafa átt sér stað með bréf Exista sem og er það veltumesta bréf Kauphallarinnar það sem af er degi. Útboðsgengið var 21,5 krónur á hlut en er nú 22,5 krónur á hlut.

Bakkavör Group hefur hækkað um 1,23%, Landsbankinn hefur hækkað um 0,78%, Kaupþing banki hefur hækkað um 0,71%, Marel hefur hækkað um 0,63% og Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,52%.

Vinnslustöðin hefur lækkað um 1,11%, Grandi hefur lækkað um 0,82%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 0,59%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,57% og FL Group um 0,49%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,68% og er 123,1 stig við hádegi.