Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,18% og er 7.569 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 86,3 milljörðum króna en þar af er um 84 milljarðar með bréf Glitnis í 45 viðskiptum.

Fjárfestingafélögin Saxbygg Invest ehf., Saxsteinn ehf. og Jötunn Holding eru á meðal kaupenda að 110 milljarða hlut í Glitni, en Kauþing hefur samþykkt að sölutryggja hlutaféð. Félög í eigu Karls Wernerssonar og Einars Sveinssonar eru seljendur. Jötunn Holding ehf. er í 60% eigu West Coast Holding Ltd., 30% eigu Baugs Group hf. og 10% Fons Eignarhaldsfélags hf., samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,45%, FL Group hefur hækkað um 1,02%, Atorka Group hefur hækkað um 0,72%, Exista hefur lækkað um 0,7% og Kaupþing hefur hækkað um 0,58%.

Landsbankinn hefur lækkað um 1,54%, Actavis Group hefur lækkað um 0,64%, Bakkavör Group hefur lækkað um 0,45%, Össur hefur lækkað um 0,4% og Glitnir hefur lækkað um 0,37%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,2% og er 121,7 stig.