Úrvalvísitalan hefur hækkað um 3,18% það sem af er degi og er 5.507,02 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Í gær voru kynntar niðurstöður hagfræðinganna Frederic Mishkin og Tryggva Þórs Herbertssonar en þeir unnu saman skýrslu um íslenskt efnahagslíf fyrir Viðskiptaráð Íslands. Þar segir að fjármálakreppa er ekki yfirvofandi á Íslandi en aftur á móti er það það áhyggjuefni að hræðsluáróður geti orðið veruleika (e.self-fulfilling prophecy).

Auk þess hafa þau uppgjör sem búið er að birta hafa flest verið yfir væntingum greiningaraðila, samkvæmt greiningardeild Glitnis en þrátt fyrir það hefur markaðurinn lækkað frá birtingu þeirra.

Landsbankinn hefur hækkað um 5,34%, FL Group hefur hækkað um 4,49% en fyrirtækið bætti í dag við eign sína í Glitni og nemur kaupverðið 6,3 milljörðum, Kaupþing banki hefur hækkað um 4,32%, Bakkavör Group hefur hækkað um 2,50% og Straumur-Burðarás hefur hækkað um 2,45%.

Ekkert félag hefur lækkað það sem af er degi.

Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,44% og er gengisvísitala hennar 125,91 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.