Miklar hækkanir hafa orðið það sem af er degi í Kauphöllinni en úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,67% og stendur nú í 8.689 stigum. Gengi bréfa Icelandair hefur styrkst mest eða um 4.17% og stendur í 31,25. Exista og Kaupþing hafa einnig styrkst nokkuð og standa í 37,75 og 1,216. Landsbanki Íslands hefur styrkst um ríflega 2%, Straumur Burðarás um 1,56% og Teymi um 1,33%.

Af öðrum hækkunum má nefna Alfesca, Marel og Bakkavör.

Aðeins tvö félög hafa lækkað, Eimskipafélagið hf um 0,63% og Össur um 2,72%,