Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,36% það sem af er degi og er 6.440,26 stig. Miklar lækkanir voru fyrir fyrir hádegi og lengi vel höfðu fyrirtæki lækkað gríðarlega.

Í byrjun dags lækkaði úrvalsvísitalan í 6.171 stig.

Á hádegi hefur Össur hækkað mest eða um 4,76%, Grandi hefur hækkað um 1,03% og Dagsbrún 0,62.

FL Group leiðir lækkunina með 4,28% lækkun, Alfesca hefur lækkað um 4,22%, Kaupþing banki hefur lækkað um 3,57% og Íslandsbanki um 3,23%