Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 4,8% og er 4.072 stig við hádegi. Gengi krónu hefur veikst um 187,7 stig. Velta á hlutabréfamarkaði nemur um átta milljörðum króna. Grandi hefur fallið um 41,2% í tveimur viðskiptum fyrir 422 þúsund. Straumur hefur fallið um 12,8%, líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Rekja má þessa miklu lækkanir til björgunaraðgerðar íslenskra stjórnvalda til handa Glitni með því að kaupa 75% hlut í bankanum. Viðskipti voru stöðvuð með bréf Glitnis fyrir opnun markaðar í morgun.