Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,14% og er 8.177 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 15,7 milljöðrum króna en þar af eru 11,4 milljarðar með bréf Exista.

Þetta er fyrsti dagur Föreya banka í Kauphöllinni og það hafa verið 113 viðskipti með bréf félagsins. Gengi félagsins í dag hefur verið frá 225 krónum á hlut í 240. Við hádegi er gengið 230.

Þetta er mesti viðskiptafjöldinn í dag, til samanburðar kemur Glitnir næstur í röðinni með 30 viðskipti.

Teymi hefur hækkað um 0,4%, Exista hefur hækkað um 0,3%, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,27% og Straumur-Burðarás hefur hækkað um 0,24%.

Mosaic Fashions hefur lækkað um 3,55%, 365 hefur lækkað um 1,32%, Eimskip hefur lækkað um 0,63%, Bakkavör Group hefur lækkað um 0,43% og FL Group hefur lækkað um 0,34%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,95% og er 114,2 stig.