Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,46% og er 6.288 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Í gær lækkaði úrvalsvísitalan um 1,54%. Veltan nemur 3.130 milljónum króna.

Mosaic Fashions hefur hækkað um 3,01%, Kaupþing banki hefur hækkað um 1,87%, Bakkavör Group hefur hækkað um 1,51%, Glitnir hefur hækkað um 1,37% og Eimskip hefur hækkað um 1,29%.

Teymi hefur lækkað um 0,69%, Marel hefur lækkað um 0,65% og 365 hefur lækkað um 0,54%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,72% og er 126 stig.