*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 3. mars 2006 12:24

Á hádegi: Mosaic Fashions hækkar um 4,09%

Ritstjórn

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,21% það sem af er degi og er 6.480,71 stig, en hún hefur lækkað um 2,89% síðustu sjö daga.

Mosaic Fasions hækkar mest, eða um 4,09%. Þar á eftir kemur Kaupþing banki með 1,95% hækkun, Dagsbrún hækkar um 1,84%, FL Group hækkar um 1,54% og Landsbankinn hækkar um 1,43%

Tvö fyrirtæki hafa lækkað það sem af er degi. Það er Atlantic Petroleum, sem lækkar um 2,99% og Icelandic Group sem lækkar um 2,50%. Fyrirtækið hefur lækkað um 16,57% síðustu 30 daga.