Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,71% og er 6.378 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 94.515 milljónum króna, þar af eru 85,6 milljarðar vegna þess að FL Group færði 25,97% hlut í Glitni í tvö dótturfélög.

Straumur-Burðarás hefur hækkað um 2,35%, Exista hefur hækkað um 2,28%, Össur hefur hækkað um 0,89%, Glitnir hefur hækkað um 0,87% og bæði Actavis og FL Group hafa hækkað um 0,79 %.

Mosaic Fashions hefur lækkað um 3,13% en við lok markaðar í gær birti félagið níu mánaða uppgjör sitt, sem var undir væntingum greiningaraðila. Marel hefur lækkað um 1,27%, 365 hefur lækkað um 0,83% og Eimskip hafa lækkað um 0,31%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,47% og er 127,2 stig.