Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,64% og er 8.047 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur fjórum milljörðum króna. Í gær hækkaði Úrvalsvísitalan um 1,31% en hún hefur lækkað nokkuð að undanförnu vegna áhættufælni fjárfesta á alþjóðlegum mörkuðum.

Össur hefur hækkað um 0,48% og Landsbankinn hefur hækkað um 0,38%.

Föroya banki hefur lækkaðum 6% í einun viðskiptum, Bakkavör Group hefur lækkað um 1,64%, Exista hefur lækkað um 1,48%, FL group hefur lækkað um 1,15% og Glitnir hefur lækkað um 1,06%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,11% og er 120,9 stig.