Það sem af er degi hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 1,27% og stendur nú í 6.181,29 stigum samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Rauðar tölur eru allsráðandi á hádegi og hefur aðeins eitt félag hækkað í viðskiptum dagsins en það er Actavis sem hefur hækkað um 0,45%.

Mest hefur Landsbankinn lækkað í dag eða um 2,68%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 2,31%, Dagsbrún um 1,4% og FL Group um 1,33%.

Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í dag nema 2,3 milljörðum króna í alls 255 viðskiptum.

Þá hefur krónan veikst um 0,96% í dag og er gengisvísitalan í 124,89 stigum á hádegi.