Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hefur lækkað um 1,4% og er 4.818 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 1,6 milljörðum króna. Vegna tæknilegra örðugleika opnaði markaðurinn klukkutíma of seint eða klukkan ellefu.

Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 1,9%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 2,4% og sænska vísitalan hefur lækkað um 2,1%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Össur [ OSSR ] er eina félagið sem er grænt og hefur hækkað um 0,3%.

Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hefur lækkað um 4%, Eik banki [ FO-EIK ] hefur lækkað um 3%, Spron [ SPRON ] hefur lækkað um 2,4%, Landsbankinn [ LAIS ] og Straumur [ STRB ] hafa lækkað um 1,9%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,6% og er 131,6 stig.