Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,14% og er 5.405,30 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Marel hefur hækkað um 2,07%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,00%, Dagsbrún hefur hækkað um 0,89% og Össur hefur hækkað um 0,48%.

Bakkavör Group hefur lækkað um 0,67%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 0,58%, Glitnir hefur lækkað um 0,58% og Actavis hefur lækkað um 0,16%.

Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,03% og er 131,29 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.