Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,09% og er 5.580,17 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Atorka Group hefur hækkað um 0,84%, Actavis Group hefur hækkað um 0,64%, FL Group hefur hækkað um 0,56% og Bakkavör Group hefur hækkað um 0,22%.

Hampiðjan hefur lækkað um 5,14% í viðskiptum upp á 4,5 milljónir króna, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 0,52% og Kaupþing banki hefur lækkað um 0,40%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,13% og er 130,71 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.