Það er mjög rólegt yfir íslenska hlutabréfamarkaðnum við hádegi, sem er svo sem ekki nýtt af nálinni.

Einungis sjö viðskipti hafa átt sér stað og nemur veltan 46 milljónum króna. Stærstu einstöku viðskiptin nema 17,8 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan er 649 stig og hefur hækkað um 0,3%.

Össur hefur hækkað um 0,3%.

Century Aluminum hefur lækkað um 6,4% og Marel hefur lækkað um 1,4%.